Einbeitingarleysi hjá Norðmönnum

Pressa skal Ísland frá fyrstu mínútu.
Pressa skal Ísland frá fyrstu mínútu. AP

Ástæða þess að norski landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hélt æfingar landsliðsins fyrir lokuðum dyrum var vegna þess að norsku leikmennirnir áttu erfitt með að einbeita sér að leiknum við Ísland.

Frá þessu greina norskir miðlar og augljóst má vera af þeim fregnum að þjálfarinn hefur af þessu miklar áhyggjur. Einbeitingarleysið skýrist ef til vill af því að leikurinn er af mörgum talinn hreint formsatriði fyrir Norðmenn.

Hareide gaf í skyn í dag að norska liðið myndi beita það íslenska pressu frá fyrstu mínútu með von um að gera út um leikinn strax í upphafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert