Ísland og Noregur skildu jöfn, 2:2, í 9. riðli undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í kvöld. Norðmenn komust tvívegis yfir í leiknum en Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen jöfnuðu fyrir Íslendinga.
Veigar Páll Gunnarsson átti stangarskot rétt fyrir leikslok og voru Íslendingar nálægt því að landa sigri á Ullevaal í Osló.
Næsti leikur Íslands er gegn Skotum á miðvikudaginn á Laugardalsvelli.
Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.
Lið Íslands: (4-5-1) Kjartan Sturluson - Grétar Rafn Steinsson, Kristján Örn Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson (fyrirliði), Bjarni Ólafur Eiríksson - Birkir Már Sævarsson, Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Stefán Gíslason, Emil Hallfreðsson - Heiðar Helguson.
Varamenn: Stefán Logi Magnússon, Indriði Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Pálmi Rafn Pálmason, Veigar Páll Gunnarsson, Stefán Þór Þórðarson, Guðmundur Steinarsson.
Lið Noregs: Rune Jarstein, Tom Högli, Tore Reginiussen, Fredrik Winsnes, Brede Hangeland (fyrirliði), John Arne Riisse, Martin Andresen, John Carew, Steffen Iversen, Thorstein Helstad, Per Ciljan Skjelbred.
Varamenn: Jon Knudsen, Fredrik Strömstad, Mohammed Abdellaoue, Morten Gamst Pedersen, Morten Skjönsberg, Erik Nevland, Christian Grindheim.