Heiðar Helguson verður fremsti maður íslenska landsliðsins í knattspyrnu þegar það mætir Noregi í undankeppni HM á Ullevaal klukkan 17 í dag. Þetta er fyrsti landsleikur Heiðars í tvö ár. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tilkynnti byrjunarliðið rétt í þessu.
Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson og Kjartan Sturluson koma aftur inní byrjunarliðið en þeir voru á bekknum í síðasta leik, gegn Aserbaídsjan. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sem þá byrjaði inná, er hinsvegar ekki í leikmannahópnum í dag og situr í stúkunni.
Byrjunarliðið er þannig:
Markvörður:
Kjartan Sturluson
Varnarmenn:
Grétar Rafn Steinsson
Kristján Örn Sigurðsson
Hermann Hreiðarsson fyrirliði
Bjarni Ólafur Eiríksson
Miðjumenn:
Birkir Már Sævarsson
Aron Einar Gunnarsson
Eiður Smári Guðjohnsen
Stefán Gíslason
Emil Hallfreðsson
Framherji:
Heiðar Helguson
Varamenn:
Stefán Logi Magnússon
Indriði Sigurðsson
Ragnar Sigurðsson
Pálmi Rafn Pálmason
Veigar Páll Gunnarsson
Stefán Þór Þórðarson
Guðmundur Steinarsson
Utan hóps í dag eru þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hólmar Örn Rúnarsson og Davíð Þór Viðarsson.
Fjarvera Gunnars Heiðars úr 18 manna hópnum vekur nokkra athygli. Gunnar Heiðar hefur verið í byrjunarliði í síðustu tveimur landsleikjum og hann hefur skorað tvö mörk fyrir landsliðið á þessu ári, í sigurleikjunum gegn Armeníu og Slóvakíu.