Það var kominn tími á að skora

Eiður Smári í baráttu við Per Ciljan Skjelbred á Ullevaal …
Eiður Smári í baráttu við Per Ciljan Skjelbred á Ullevaal í kvöld. Reuters

„Það var kominn tími á að skora úr einni aukaspyrnu, ég er búinn að vera frekur á þær í undanförnum landsleikjum og það var sætt að sjá boltann í netinu," sagði Eiður Smári Guðjohnsen við mbl.is í Ósló eftir jafnteflið, 2:2, gegn Noregi í kvöld.

Eiður skoraði þar síðara jöfnunarmark Íslands með glæsilegu skoti úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs, 2:2, eftir að brotið var á Heiðari Helgusyni. Eiður sendi boltann laglega í hægra markhornið, alveg úti við stöng og óverjandi fyrir Rune Jarstein markvörð.

„Það skipti mestu máli að liðið sýndi mikinn karakter með því að jafna tvisvar á útivelli. Það hefur oft vantað uppá það hjá okkur en við sýndum hann svo sannarlega í kvöld. Viðbrögðin sem við sýndum í bæði skiptin sem við lentum undir voru hárrétt, við þorðum að sækja, halda boltanum og taka áhættu, og það skilaði sér," sagði Eiður Smári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert