Beckham eigandi knattspyrnuliðs?

Beckham sem stjórnarformaður? Ekki svo fráleitt að hans mati.
Beckham sem stjórnarformaður? Ekki svo fráleitt að hans mati. Reuters

David Beckham gæti vel hugsað sér að kaupa sig inn í knattspyrnufélag þegar leikdögunum fer fækkandi í fótboltanum.

Þetta viðurkennir hann í samtali við Setanta Sports en Beckham er fyrir löngu orðinn vellauðugur og á hluti í fyrirtækjum víða vegar um heiminn auk þess að reka velþekktan knattspyrnuskóla víðs vegar með góðum árangri.

Hann viðurkennir ennfremur að hann sé farinn að huga að því að setja skó sína á hilluna þó enn komist hann í landsliðshóp Englendinga. „Ég á alltaf nóg af hugmyndum um hvað mig langar að gera í framhaldinu af fótboltanum og eitt af því er að koma nálægt eða eiga félagslið.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert