Tveimur kennt um jafnteflið gegn Íslandi

Íslenskir áhorfendur á Ullevaal skemmtu sér vel í gærkvöld og …
Íslenskir áhorfendur á Ullevaal skemmtu sér vel í gærkvöld og í leikslok klöppuðu þeir vel og lengi fyrir íslensku leikmönnunum. mbl.is/Hákon

Það eru aðallega tveir leikmenn sem áttu sökina á því að Noregur gerði aðeins jafntefli við Ísland í undankeppni HM í gærkvöld, að mati norskra fjölmiðla.

Þeir eru nokkuð sammála um að kenna miðverðinum Tore Reginiussen (númer 3) og markverðinum Rune Jarstein um hvernig fór.

Reginiussen náði ekki að stöðva Heiðar Helguson þegar Dalvíkingurinn skoraði fyrra mark Íslands, og það var Reginiussen sem braut á Heiðari nánast á vítateigslínunni og færði Íslendingum aukaspyrnuna sem Eiður Smári Guðjohnsen jafnaði úr, 2:2.

Svo telja fjölmiðlarnir, t.d. Aftenposten, að Jarstein hefði átt að verja aukaspyrnuna frá Eiði Smára, hann hefði einfaldlega ekki átt að láta skora hjá sér í markmannshornið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert