Skotland vann í kvöld 2:1-sigur á Íslandi í 2. umferð undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á Laugardalsvelli. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.
Skotar komust í 1:0 á 18. mínútu með marki eftir hornspyrnu og juku forskotið með marki eftir vítaspyrnu þegar kortér var liðið af seinni hálfleik. Íslenska liðið gafst þó ekki upp og Eiður Smári Guðjohnsen minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 77. mínútu, en Skotar misstu þá mann af velli með rautt spjald fyrir að handleika boltann.
Þrátt fyrir nokkrar tilraunir til að jafna metin varð niðurstaðan 2:1-sigur Skota og Ísland er því komið í neðsta sæti riðilsins.
Skotar töpuðu gegn Makedóníu á útivelli, 1:0, í fyrstu umferð. Íslendingar náðu jafntefli gegn Norðmönnum á útivelli, þar sem að Heiðar Helguson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk Íslands.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Kjartan Sturluson
Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson
Vinstri bakvörður: Bjarni Ólafur Eiríksson
Miðverðir: Kristján Örn Sigurðsson og Hermann Hreiðarsson, fyrirliði
Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson og Stefán Gíslason
Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen
Hægri kantur: Birkir Már Sævarsson
Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson
Framherji: Heiðar Helguson
Varamenn: Fjalar Þorgeirsson, Indriði Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Pálmi Rafn Pálmason, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Veigar Páll Gunnarssonj, Stefán Þór Þórðarson.
Þeir sem eru ekki hópnum: Jónas Guðni Sævarsson, Davíð Þór Viðarsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Guðmundur Steinarsson.
Byrjunarlið Skota: Craig Gordon - Gary Naysmith, Stephen McManus, Gary Caldwell, Kirk Broadfoot - Scott Brown, Darren Fletcher, Barry Robson - Shaun Maloney, James McFadden, Kris Commons.