Ummæli landsliðsmannsins Grétars Rafns Steinssonar sem birtust í Morgunblaðinu í dag hafa vakið athygli en landsliðsmaðurinn sagði m.a. að skortur væri á fagmennsku í kringum íslenska landsliðið í knattspyrnu. Grétar vildi ekki fara nánar út í þessi mál þegar mbl.is hafði samband við hann í dag en Grétar var þá staddur í Glasgow í Skotland á leið sinni til Bolton á Englandi.
„Ég mun ræða við aðila hjá Knattspyrnusambandi Íslands í dag eða á morgun og fara yfir þá hluti sem mér finnst að mætti laga. Ég ætla að ekki að tjá mig um þessa hluti í fjölmiðlum að svo stöddu, en ég er viss um að við finnum lausnir á þeim hlutum sem þarf að laga,“ sagði Grétar.
„Vantar meiri fagmennsku í kringum landsliðið“