Kristinn Jakobsson milliríkjadómari í knattspyrnu mun dæma síðari viðureign franska liðsins St. Etienne og ísraelska liðsins Hapoel Tel Aviv í 1. umferð UEFA-bikarsins sem fram fer í Frakklandi í byrjun október.
Kristinn dæmdi leik Pólverja og Slóvena í undankeppni heimsmeistaramótsins í Wroclaw í Póllandi um síðustu helgi og fékk mjög góða umsögn frá enska eftirlitsmanninum Keith Hackett, sem er einn af þungavigtarmönnunum í bransanum. Og viðbrögðin létu ekki á sér standa því Kristinn fær hörkuleik og ef að líkum lætur mun hann fá fleiri verkefni á Evrópumótunum. gummih@mbl.is