Eyjamenn fögnuðu efsta sætinu

Það var Atli Heimisson sem skoraði eina mark leiksins í …
Það var Atli Heimisson sem skoraði eina mark leiksins í kvöld fyrir ÍBV. mbl.is/Sigfús

ÍBV tryggði sér sæti í Landsbankadeildinni næsta sumar með 1:0-sigri á KS/Leiftri í kvöld, þrátt fyrir að eiga enn eftir að leika tvo leiki. Atli Heimisson skoraði markið og Eyjamenn snúa því aftur í efstu deild eftir tveggja ára veru í 1. deild.

ÍBV hefur fimm stiga forskot á Stjörnuna sem er í 2. sæti og hefur því jafnframt tryggt sér efsta sæti deildarinnar því Stjarnan á aðeins einn leik eftir.

Fylgst var með gangi mála í 1. deildinni og má lesa um önnur úrslit hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka