Spenna á toppi og botni 1. deildar

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. mbl.is

ÍBV og Selfoss geta í kvöld tryggt sér sæti í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð en næst síðasta umferð 1. deildar fer fram síðdegis.

ÍBV leikur gegn KS/Leiftri á útivelli en ÍBV er með 46 stig en liðið á þrjá leiki eftir á meðan önnur topplið eiga aðeins tvo leiki eftir. Selfoss er með 43 stig og ef liðið sigrar Fjarðabyggð á útivelli og Stjarnan tapar gegn KA á heimavelli þá eru ÍBV og Selfoss búin að tryggja sér sæti í efstu deild. Selfoss hefur aldrei leikið í efstu deild og er því mikil spenna í loftinu á Suðurlandi en ÍBV féll úr efstu deild haustið 2006.

Stjarnan er með 41 stig og Garðabæjarliðið gæti komist í 47 stig með því að vinna tvo síðustu leiki sína. Ef Stjarnan gerir jafntefli gegn KA er ljóst að ÍBV fer upp sama hvernig leikur liðsins gegn botnliðinu KS/Leiftri fer á Siglufirði síðdegis.

Fallbaráttan er ekki síður spennandi. KS/Leiftur er þegar fallið í 2. deild en Njarðvík, Leiknir R. og Fjarðabyggð eru öll í fallhættu. Njarðvík, er með 15 stig, og leikur liðið gegn Leikni á útivelli en Leiknir er með 20 stig og á tvo leiki eftir en Njarðvík á þrjá leiki eftir. Fjarðabyggð er með 21 stig og á tvo leiki eftir.

KA, Haukar, Víkingur Ólafsvík, Víkingur Reykjavík og Þór sigla lygnan sjó í 4.- 8. sæti deildarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert