Yfirlýsing frá fyrirliða íslenska landsliðsins

Hermann Hreiðarsson fremstur í flokki á æfingu íslenska landsliðsins.
Hermann Hreiðarsson fremstur í flokki á æfingu íslenska landsliðsins. mbl.is/Golli

Knattspyrnusamband Íslands hefur sent tölvupóst á fjölmiðla með yfirlýsingu frá Hermanni Hreiðarssyni, fyrirliða landsliðs Íslands í knattspyrnu.

Hún hljóðar svo:


„Það var okkur landsliðsmönnum mikil vonbrigði að ná ekki fram hagstæðum úrslitum í landsleiknum í síðastliðinn miðvikudag gegn Skotum á Laugardalsvelli.  Við höfum allir sem einn lagt okkur fram um að ná árangi innan vallar og hið sama hafa þjálfarar og starfsmenn landsliðsins gert sem og knattspyrnusambandið.  Félagi minn í landsliðinu, Grétar Rafn Steinsson, lét þessi vonbrigði hafa áhrif á sig og gagnrýndi aðbúnað liðsins að leik loknum.  Þessi gagnrýni á ekki rétt á sér og landsliðið kom eins vel undirbúið til leiks í gær og hægt er.  KSÍ hefur lagt sig fram í að skapa okkur leikmönnum sem bestan aðbúnað og ráðið fagmenn til starfa með liðinu.  Ég vil nota tækifærið og þakka áhorfendum frábæran stuðning í leiknum í gær.   

Hermann Hreiðarsson
fyrirliði landsliðsins“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka