Eiður Smári Guðjohnsen sat sem fastast á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið varð að sætta sig við 1:1 jafntefli gegn Racing Santander á heimavelli í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Lionel Messi, sem kom inná sem varamaður í seinni hálfleik, kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 71. mínútu en gestunum tókst að jafna metin sex mínútum síðar og þar við sat.
Barcelona hefur því aðeins 1 stig eftir tvo leiki í deildinni og létu stuðningsmenn liðsins óánægju sína sína í ljós eftir leikinn og púuðu á leikmenn Börsunga þegar þeir gengu af velli og veifuðu einnig hvítum klútum.