Real Madrid í basli með Numancia

Raul í baráttu við Juan Carlos Moreno Rodriguez í leik …
Raul í baráttu við Juan Carlos Moreno Rodriguez í leik Real Madrid og Numancia í kvöld. Reuters

Spánarmeistararar Real Madrid þurftu að hafa mikið fyrir sigrinum á Numancia í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Numancia, sem lagði Barcelona í fyrstu umferðinni, náði í tvígang forystu í leiknum en meistararnir náðu að knýja fram sigur, 4:3.

Guti, Higuaín, Rafael van der Vaart og sjálfsmark leikmanns Numancia gerðu mörkin fyrir Real Madrid sem hefur 3 stig eftir tvo leiki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka