Settu nefið bara á sinn stað

Gylfi Einarsson nefbrotnaði í kappleik með Brann í Noregi um …
Gylfi Einarsson nefbrotnaði í kappleik með Brann í Noregi um helgina en lét það ekki aftra sér frá frekari þátttöku í leiknum. Brynjar Gauti

„Ég fékk olnboga í andlitið í fyrri hálfleik og vissi strax hvað hafði gerst. Ég fór bara út af smástund og bað um að nefið yrði sett aftur á sinn stað,“ sagði Gylfi Einarsson, leikmaður Brann í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann nefbrotnaði í leik gegn Viking í norsku úrvalsdeildinni í fyrradag en náði engu að síður að skora eina mark Brann í 1:1-jafntefli, og það með skalla. Hann vonast til að geta einnig leikið í UEFA-bikarnum á fimmtudaginn.

„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í þessu og mér líður bara vel í dag, en það hefði örugglega orðið vont að fá annað högg á nefið. Það er leikur við Deportivo La Coruña á fimmtudaginn þannig að ég get ekki leyft mér að hlífa þessu neitt. Það gæti verið að ég þyrfti að vera með grímu en ég vona ekki,“ sagði Gylfi, með greinilegt víkingablóð í æðum. Hann fékk lof í norskum miðlum fyrir góðan leik á miðjunni. 

Nánar er rætt við Gylfa í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert