Fjórir Íslendingar í liði Brann

Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson leika í vörninni …
Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson leika í vörninni hjá Brann. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fjórir Íslendingar eru í byrjunarliði norsku meistaranna í Brann en leikur liðsins gegn spænska liðinu Deportivo La Coruna hófst í Bergen klukkan 17 að íslenskum tíma. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson eru í vörninni, Gylfi Einarsson er á miðjunni og Ármann Smári Björnsson leikur í fremstu víglínu. Fimmti Íslendingurinn er á bekknum en það er Birkir Már Sævarsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka