Ólafur skoraði í glæsilegum sigri Brann

Ólafur Örn Bjarnason kom Brann yfir gegn Deportivo La Coruna.
Ólafur Örn Bjarnason kom Brann yfir gegn Deportivo La Coruna. www.brann.no

Ólafur Örn Bjarnason skoraði fyrra mark Brann í kvöld þegar norsku meistararnir unnu óvæntan sigur á Deportivo La Coruna frá Spáni, 2:0, í UEFA-bikarnum í knattspyrnu. Þetta var fyrri leikur liðanna og fór fram í Bergen.

Ólafur gerði markið úr vítaspyrnu á 22. mínútu og Jan Gunnar Solli bætti við marki á 37. mínútu og þar við sat. Þeir Kristján Örn Sigurðsson, Gylfi Einarsson og Ármann Smári Björnsson voru allir í byrjunarliði Brann, ásamt Ólafi, en Birkir Már Sævarsson var varamaður og kom ekki við sögu. Gylfi fór af velli á 73. mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka