Stjarnan í efstu deild á ný

Stjörnumenn fagna sætinu í úrvalsdeild karla eftir sigurinn á Haukum …
Stjörnumenn fagna sætinu í úrvalsdeild karla eftir sigurinn á Haukum í dag. mbl.is/Frikki

Stjarnan úr Garðabæ mun leika í efstu deild karla í knattspyrnu á næsta ári, en liðið vann Hauka í síðustu umferð 1. deildar, 5:1, á Ásvöllum í dag og tryggði sér þar með sæti í Landsbankadeildinni næsta sumar. Selfoss vann ÍBV, 3:1, en varð að sætta sig við þriðja sætið eftir að hafa verið í öðru sæti nær allt tímabilið.

Stjarnan náði strax forystu með marki Birgis Hrafns Birgissonar á fimmtu  mínútu. Garðbæingar skoruðu síðan aftur á 41. mínútu og þar var Þorvaldur Árnason á ferðinni.

Björn Pálsson gerði þriðja mark Stjörnunnar á 65. mínútu og Halldór Orri Björnsson bætti því fjórða við á 71. mínútu.

Emil Rafn Emilsson minnkaði muninn í 4:1 með marki á 77. mínútu.

Halldór Orri bætti við fimmta marki Stjörnunnar úr vítaspyrnu á 83. mínútu.

Selfoss: Sævar Þór Gíslason skoraði fyrir Selfoss á 22. mínútu og tíu mínútum síðar bætti Viðar Örn Kjartansson við öðru marki.

Sævar Þór skoraði aftur og kom Selfyssingum í 3:0 á 48. mínútu.

Eyjamenn minnkuðu muninn og þar var Arnór Eyvar Ólafsson á ferðinni á 82. mínútu.

Úr leik Hauka og Stjörnunnar á Ásvöllum.
Úr leik Hauka og Stjörnunnar á Ásvöllum. mbl.is/Frikki
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert