Hjálmar og Ragnar urðu bikarmeistarar

Hjálmar Jónsson
Hjálmar Jónsson mbl.is/Ómar Óskarsson

Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson urðu í dag bikarmeistarar í Svíþjóð þegar Gautaborg lagði Kalmar 5:4 í vítaspyrnukeppni, en markalaust var eftir 90 mínútur.

Þeir Hjálmar og Ragnar léku báðir allan leikinn með Gautaborg og þeir skelltu sér á vítapunktinn í vítakeppninni og skoruðu báðir.

Þetta er fimmti bikartitill Gautaborgar en síðast var félagið bikarmeistari 1991.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka