Framherjinn skæði, Zlatan Ibrahimovic, segir í viðtali að þá tegund fótbolta sem hann spili hafi hann lært í gettóinu.
Gettóið í þessu tilfelli er hverfi innflytjenda í Malmö í Svíþjóð og þar var ekki nóg að sögn Ibrahimovic að kunna að fara vel með bolta. „Það var líka þörf á að ýta frá sér af hörku og láta vel í sér heyra. En þaðan kemur þessi frjálsi stíll sem ég kann sjálfur best við og spila þannig hvenær sem ég get.
Svíinn segir í lokin við hið ítalska La Stampa að Jose Mourinho sé besti þjálfari sem hann hafi haft. „Hann er meira alhliða en bæði Capello og Mancini og ekki eins fastur í fyrirfram ákveðnum leikkerfum. Hann leyfir mönnum að blómstra dálítiið.“