Hannover 96 nær rétt í lið

Þýska knattspyrnuliðið Hannover 96 náði rétt að öngla saman í lið til þess að mæta Schalke 04 í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar í kvöld. Alls eru fjórtán leikmenn liðsins fjarri góðu gamni um þessar mundir vegna veikinda, meiðsla og leikbanna.

Dieter Hecking, þjálfari Hannover 96, segir það hafa verið talsvert mál að velja liðið fyrir leikinn og fyrir rest hafi hann neyðst til þess að kalla í áhugamenn til þess að vera með fullskipaða sveit varamanna.

„Ef við vinnum þá verður um sögulega sigur að ræða," segir Hecking í samtali við þýska fjölmiðla í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka