Keflvíkingar farnir á æfingu

Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, kallaði sína menn á æfingu þegar …
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, kallaði sína menn á æfingu þegar ljóst var að FH væri að vinna Breiðablik. Árni Sæberg

„Það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga þegar flautað var til hálfleiks í leik FH og Breiðabliks. Keflvíkingar stóðu þá allir upp sem einn og héldu í Reykjaneshöllina á æfingu.

Staðan í hálfleik var 3:0 fyrir FH og Keflvíkingar sáu ekki ástæðu til annars en fara á æfingu, enda töldu þeir flestir nokkuð ljóst í hvað stefndi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert