Jarðaði þessa gaura auðvitað

Gianluca Zambrotta hjá AC Milan og Andrea Costa hjá Reggina …
Gianluca Zambrotta hjá AC Milan og Andrea Costa hjá Reggina eigast við í leiknum í gærkvöld. Reuters

„Ég spilaði allan leikinn og er að minnsta kosti mjög sáttur með mína frammistöðu,“ sagði Emil Hallfreðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem fékk að glíma við stórstjörnur á borð við Kaká, Clarence Seedorf, Gennaro Gattuso og Mathieu Flamini í leik Reggina gegn AC Milan í ítölsku A-deildinni í gærkvöld.

„Þetta gekk bara ágætlega og það var gaman að etja kappi við þá. Ég jarðaði þessa gaura auðvitað og það endaði með því að Flamini var skipt út af,“ sagði Emil léttur, en hann lét finna vel fyrir sér í leiknum og átti sín færi. Reggina tapaði naumlega, 1:2.

Í textalýsingum frá leiknum má sjá að Emil átti oft í harðri baráttu við þá Gattuso, Flamini og Kaká á miðjunni og Reggina fékk nokkrar aukaspyrnur eftir að þeir Gattuso og Flamini höfðu skellt íslenska landsliðsmanninum.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert