„Maður á sér alltaf einhverja drauma, misstóra og hvort það er stór draumur sem nú er að rætast veit ég ekki alveg, en ég held að sumum finnist það örugglega. Við stefndum að því að safna stigum í sumar og dreymdum síðan um að í lokin væri gott ef það skilaði góðu sæti, sagði Þorvalur Örlygsson, þjálfari Fram eftir 2:1 sigur á Keflavík.
Með sigrinum gerðu Framarar vonir Keflvíkinga á titlinum að engu en tryggðu sér í leiðinni þriðja sætið og sæti í Evrópukeppninni á næsta ári. „Fram hefur verið í basli undanfarin ár og það situr auðvitað í mönnum. Við náðum að snúa þessu aðeins við og höfum reynt að hafa gaman af því sem við erum að gera, því um það snýst þetta auðvitað - að hafa gaman. Það skiptast á skin og skúrir í þessu,“ sagði Þorvaldur.
Um leikinn sagði þjálfarinn: „Hann var hálf súeralískur. Völlurinn eins og hann var og bæði lið eiga heiður skilið fyrir leik sinn í dag við þessar aðstæður. Það var mikið undir fyrir bæði lið.“
Hann vildi taka fram að hann væri ánægður með dómarana í síðustu umferðum deildarinnar. „Það er langt frá því auðvelt að dæma leiki í svona bleytu eins og búin er að vera upp á síðkastið og mér hefur fundist þeir taka vel á þessu og dæmt vel í s´ðustu umferðunum,“ sagði ánægður þjálfari Fram.