Íslendingar á skotskónum

Birkir Bjarnason skoraði fyrir Bodo/Glimt í 2:2-jafntefli gegn HamKam í …
Birkir Bjarnason skoraði fyrir Bodo/Glimt í 2:2-jafntefli gegn HamKam í dag. mbl.is/Kristinn

Garðar Jóhannsson skoraði annað mark Fredrikstad sem vann 2:1-sigur á Stromsgodset í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Er þetta níunda mark Garðars fyrir Fredrikstad, sem á í harðri toppbaráttu.

Birkir Bjarnason var einnig á skotskónum, því Birkir skoraði fyrir lið sitt, Bodo/Glimt í 2:2-jafntefli liðsins gegn HamKam.

Þá fór leikur Brann og Lyn 2:0 fyrir Brann þar sem nokkrir Íslendingar komu við sögu. Birkir Már Sævarsson skoraði síðara mark Brann, en var þó ekki í byrjunarliði liðsins. Hins vegar voru þeir Ármann Smári Björnsson og Ólafur Örn Bjarnason í byrjunarliðinu. Kristján Örn Sigurðsson tók út leikbann og Gylfi Einarsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Hjá Lyn voru þeir Indriði Sigurðsson og Theódór Elmar Bjarnason í byrjunarliðinu og Arnar Darri Pétursson markvörður sat á varamannabekk liðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert