Þýska stórliðið Hamburger Sportverein hefur boðið Jóhanni Berg Guðmundssyni, leikmanni Breiðabliks, til æfinga með það huga að ganga frá samningi við hann.
Liðið hefur fylgst með Jóhanni í sumar og í gær komu fulltrúar liðsins til landsins til viðræðna við knattspyrnudeild Breiðabliks annars vegar og Jóhann Berg og foreldra hans hins vegar.
Niðurstaðna þeirra viðræðna var að Jóhann heldur til Hamborgar á næstu dögum til æfinga og ef um semst þá gengur Jóhann frá samningi við þetta fræga þýska stórlið í næstu viku.
Forráðamenn Hamburger SV hafa einnig áhuga á Finni Orri Margeirssyni, hinum unga og efnilega varnarmanni Blikaliðsins. Þeir hafa boðið honum að koma til Hamborgar í vetur til að kynna sér aðstæður á staðnum. Þó er ljóst að Finnur Orri mun spila með Blikaliðinu næsta sumar og eru forráðamenn Hamborgar alveg sáttir við það.
Hamborgarliðið er um þessar mundir í efsta sæti þýsku Bundesligunnar. Þess má geta að þjálfari Hamborgar SV er Hollendingurinn Martin Jol sem þjálfaði m.a. Totteham í Englandi og Roda í Hollandi.