Árni Gautur í landsliðshópinn

Árni Gautur Arason.
Árni Gautur Arason. mbl.is/Brynjar Gauti

Árni Gautur Arason hefur verið valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu á nýjan leik að því er fram kemur á heimasíðu norska liðsins Odd Grenland sem Árni Gautur leikur með. Íslendingar mæta Hollendingum í undankeppni HM í Rotterdam þann 11. október og fá svo Makedóna í heimsókn fjórum dögum síðar.

Árni Gautur lék síðast með íslenska landsliðinu gegn Dönum á Parken í nóvember á síðasta ári en á þessu ári hefur hann ekki hlotið náð fyrir augum Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara.

Kjartan Sturluson úr Val hefur varið mark íslenska landsliðsins í undanförnum leikjum en auk hans hafa Stefán Logi Magnússon, KR, og Fjalar Þorgeirsson úr Fylki staðið á milli stanganna í íslenska landsliðsins í leikjum þess á árinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka