Hrapaði og Brann

Lið Brann úr leik í UEFA keppninni þetta árið.
Lið Brann úr leik í UEFA keppninni þetta árið. GEIR DILLAN

Síðari leikur Brann og Deportivo í UEFA keppninni í knattspyrnu var æsispennandi og þurfti vítakeppni til að knýja fram úrslit. Þar hafði spænska liðið betur þrátt fyrir að vera manni færri lungann úr leiknum. Fimm Íslendingar léku í leiknum.

Brann vann fyrri leik liðanna 2:0 en Spánverjarnir skoruðu tvívegis áður en lokaflautið gall í kvöld. Var það Diego Colotto sem skoraði bæði mörkin og til framlengingar þurfti að fara.

Þar voru þeir spænsku allöflugri en Norðmennirnir en hvorugt liðið náði þó að skora. 

Í vítakeppninni misstu þrír leikmenn Brann marks en aðeins einn leikmaður Deportivo og vannst vítakeppnin 3:2.

Allir fimm íslensku leikmenn Brann léku með í leiknum og skoraði Ólafur Örn Bjarnason úr einu víti Brann í vítakeppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert