Ísland í efri styrkleikaflokki

Margrét Lára Viðarsdóttir á hér í höggi við varnarmann Frakka …
Margrét Lára Viðarsdóttir á hér í höggi við varnarmann Frakka í leik Íslands og Frakklands á laugardaginn. mbl.is/Ómar Óskarsson

England og Noregur tryggðu sér í gærkvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu með jafnteflum í hreinum úrslitaleikjum á útivöllum.

Enska liðið lenti 2:0 undir á Spáni, sem hefði dugað heimaliðinu til að fara beint á EM. Kelly Smith og Karen Carney náðu að jafna metin fyrir enska liðið, 2:2. Þá gerðu Rússland og Noregur markalaust jafntefli, sem nægði norska liðinu.

Ítalía vann Ungverjaland, 3:0, og Slóvenía lagði Grikkland á útivelli, 6:4, í síðasta leiknum í riðli Íslands.

Úrslit gærkvöldsins þýða að Ísland verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið á mánudag, ásamt Úkraínu, Rússlandi og Ítalíu. Í neðri styrkleikaflokknum eru Tékkland, Írland, Skotland og Slóvenía en íslenska liðið getur ekki mætt Slóvenum þar sem liðin voru saman í riðli. Mótherjinn verður því einn hinna þriggja.

Þá liggur fyrir að Spánn og Holland mætast í umspilinu sem þau lið sem voru með lakastan árangur í 2. sæti undanriðlanna. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert