Kalt en snjólaust á Laugardalsvelli

Svona leit Laugardalsvöllurinn út í gær áður en starfsmenn KSÍ …
Svona leit Laugardalsvöllurinn út í gær áður en starfsmenn KSÍ tóku til höndum. mbl.is/Árni Sæberg

Bikarúrslitaleikur KR og Fjölnis fer fram í dag. Tókst að ryðja Laugardalsvöllinn af öllum snjó í gær og aðstæður því bærilegar fyrir leikinn nema ef vera skyldi að hitastigið rétt slefar í tvær gráður.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra er heiðursgestir leiksins en þetta er bikarúrslitaleikur númer 49 í röðinni. Bikarinn hefur lið KR oftast allra unnið eða tíu sinnum alls en Fjölnir hefur aldrei hampað þeim titli í stuttri sögu liðsins. Er þetta þó í annað sinn sem liðið keppir til úrslita.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert