Stabæk með aðra hönd á titli

Veigar Páll og félagar í Stabæk eru farnir að hitna …
Veigar Páll og félagar í Stabæk eru farnir að hitna mjög í baráttunni um norska meistaratitilinn. Ómar Óskarsson

Norska liðið Stabæk er komið með aðra höndina á norska meistaratitilinn eftir 3:0 sigur liðsins í dag gegn HamKam. Veigar Páll Gunnarsson átti góðan leik og skoraði eitt mark.

Veigar Páll lék allan leikinn í dag en félagið vann þá góðan sigur á einu af botnliðum deildarinnar, HamKam. Þurftu menn þó að hafa fyrir hlutunum en fyrst brotnaði ísinn á 78. mínútu. Komu tvö önnur mörk í kjölfarið og það síðasta skoraði Veigar Páll. Var það áttunda mark hans í norsku deildinni þessa leiktíðina.

Stabæk er þá heilum níu stigum á undan Tromsö og Frederikstad sem saman deila öðru sætinu en þau lið eiga reyndar einn leik til góða. En þar sem aðeins eru þrír leikir eftir má ekkert út af bregða hjá hvorugu liði til að Stabæk tryggi sér titilinn þvert á flestar spár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert