Garðar skoraði sigurmark Fredrikstad

Garðar fagnar marki ásamt félögum sínum.
Garðar fagnar marki ásamt félögum sínum. Heimasíða Fredrikstad

Garðbæingurinn Garðar Jóhannsson skoraði seinna mark Fredrikstad þegar liðið vann 2:1-útisigur á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Liðið heldur því enn í vonina um norska meistaratitilinn.

Markið skoraði Garðar með viðstöðulausu skoti úr vítateignum á 49. mínútu leiksins og kom hann Fredrikstad í 2:0. Lilleström minnkaði muninn 20 mínútum síðar en þar við sat.

Stabæk er eftir sem áður í efsta sæti deildarinnar með 48 stig en Fredrikstad kemur næst með 42 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Tromsö er í þriðja sæti með 39 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka