Eftir arfaslaka leiktíð í fyrra sem einkenndist af erjum, innanhúss átökum og málaferlum hefur heldur betur tekist að rétta skútu Valencia á Spáni við. Félagið hefur aldrei áður byrjað leiktíðina jafn vel.
Árangurinn má þakka hinum 36 ára gamla Unai Emery, þjálfaranum sem við tók í vor og hefur svo tekið til hendinni að ekki heyrist nú múkk úr herbúðum liðsins sem léku á reiðiskjálfi dag eftir dag á síðustu leiktíð.
Hefur Valencia náð sextán stigum af átján mögulegum það sem af er leiktíðinni og er í efsta sætinu ásamt liði Villareal.