„Það var eins og við hefðum unnið bikarúrslitaleik í kvöld. Ég hef alltaf sagt að við ættum meira inni og við höfum ekkert verið síðri aðilinn í þessum síðustu leikjum og vonandi er þessi sigur bara byrjunin á einhverju stærra,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem tryggði liði sínu Esbjerg 1:0-sigur á AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Gunnar Heiðar varð með þessu annar knattspyrnumaðurinn sem hefur skorað mark í efstu deild í Noregi, Svíþjóð og Danmörku og á Íslandi, á eftir Hannesi Þ. Sigurðssyni.
Sjá viðtal við Gunnar Heiðar í Morgunblaðinu í dag.
Það er meira í Mogganum.