Eiður Smári Guðjohnsen segir að frammistaða sín með Barcelona í sigrinum á Atletico Madrid í spænsku 1. deildinni um síðustu helgi sé ein sú besta frá því hann kom til félagsins fyrir tveimur og hálfi ári.
„Það var meiriháttar gaman að taka þátt í þessum leik. Þetta var svona kennslumyndband í knattspyrnu sem við buðum upp á og ég var mjög ánægður með mitt framlag,“ sagði Eiður Smári í samtali við Morgunblaðið í gær og bætti því við að spænskir fjölmiðlar væru oft og tíðum ansi ýktir. ,,Þú ert bara skúrkur eða hetja. Það er engin millivegur.“
Sjá viðtal við Eið Smára í Morgunblaðinu í dag.
Það er meira í Mogganum.