Svíþjóðarmeistarar Umeå unnu í kvöld fjögurra marka sigur, 5:1, á Íslandsmeisturum Vals í fyrsta leik í 2. milliriðli Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu. Það var Margrét Lára Viðarsdóttir sem gerði mark Íslands. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á mbl.is.
Í hinum leik riðilsins vann ítalska liðið Bardolino 2:1-sigur á Alma frá Kasakstan. Valur leikur gegn Bardolino á laugardaginn í afa mikilvægum leik en tvö lið komast upp úr riðlinum og var Umeå fyrir fram talið sterkasta liðið.
Byrjunarlið Vals í dag (4-5-1): Guðbjörg Gunnarsdóttir – Sif Atladóttir, Ásta Árnadóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Vanja Stefanovic – Sif Rykær, Katrín Jónsdóttir, Dóra M. Lárusdóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Sophie Mundy – Margrét Lára Viðarsdóttir.
Með Umeå, sem á dögunum tryggði sér sænska meistaratitilinn enn á ný, leikur hin brasilíska Marta sem af flestum er talin besta knattspyrnukona heims, og hin sænska Hanna Ljungberg.
Leiklýsing:
9. mín. 1:0. Sænska landsliðskonana Hanna Ljungberg kom Umeå yfir. Hún fékk fyrirgjöf utan af kanti, var ein og óvölduð og átti auðvelt með að koma boltanum í netið. Umeå hefur verið meira með boltann eins og við var að búast en þetta er eina færið sem skapast hefur.
20. mín. Staðan er enn 1:0, Svíþjóðarmeisturunum í vil, og önnur færi hafa ekki litið dagsins ljós. Sophie Mundy var þó nálægt því að sleppa ein í gegn um vörn Umeå en hún var dæmd rangstæð. Dómur sem Valsmenn voru ekki alveg sammála.
29. mín. 2:0. Ljungberg skoraði öðru sinni og í þetta skiptið með góðu skoti utan teigs í stöng og inn. Valskonum gengur illa að skapa sér færi og útlitið því ekki bjart.
35. mín. 3:0. Hanna Ljungberg komin með þrennu. Í þetta skiptið skoraði hún með skoti í þverslána og inn en Guðbjörg í markinu var í boltanum.
Hálfleikur. Umeå hefur þriggja marka forystu í hálfleik og augljóslega á brattann að sækja fyrir Val í seinni hálfleik, svo ekki sé fastar að orði kveðið.
50. mín. 3:1. Margrét Lára Viðarsdóttir heldur uppteknum hætti og skoraði af öryggi eftir að hafa fengið stungusendingu frá Pálu Marie Einarsdóttur.
51. mín. 4:1. Umeå tók miðju og skoraði nánast strax í kjölfarið og þar var Madelaine Edlund að verki með skalla eftir fyrirgjöf.
63. mín. Hallbera Guðný Gísladóttir kom inn á fyrir Sophie Mundy.
70. mín. Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kom inn á fyrir Sif Rykær.
75. mín. 5:1. Hin Brasilíska Marta gerði endanlega út um leikinn.
90. mín. Thelma Björk Einarsdóttir kom inn á í stað Dóru Maríu Lárusdóttur.
90. mín. Leiknum lokið með stórsigri Umeå.