Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis hefur gert nýjan tveggja ára samning við Grafarvogsliðið en samningur hans við félagið rann út eftir tímabilið.
Ásmundur hefur stýrt Fjölnisliðinu undanfarin fjögur ár og hefur náð frábærum árangri en undir hans stjórn vann liðið sér sæti í efstu deild og komst í úrslit í bikarkeppninni í fyrra og í ár en tapaði þeim báðum, fyrir FH í fyrra og gegn KR um síðustu helgi.
,,Það er fagnaðarefni fyrir okkur að Ásmundur verður áfram þjálfari liðsins. Það hefur ríkt mikil ánægja með störf hans,“ sagði Ásgeir Heimir Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, við Morgunblaðið í gær.