Ásmundur áfram í Grafarvoginum

Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis.
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis. mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis hefur gert nýjan tveggja ára samning við Grafarvogsliðið en samningur hans við félagið rann út eftir tímabilið.

Ásmundur hefur stýrt Fjölnisliðinu undanfarin fjögur ár og hefur náð frábærum árangri en undir hans stjórn vann liðið sér sæti í efstu deild og komst í úrslit í bikarkeppninni í fyrra og í ár en tapaði þeim báðum, fyrir FH í fyrra og gegn KR um síðustu helgi.

,,Það er fagnaðarefni fyrir okkur að Ásmundur verður áfram þjálfari liðsins. Það hefur ríkt mikil ánægja með störf hans,“ sagði Ásgeir Heimir Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, við Morgunblaðið í gær.

Draga saman seglin

Ásgeir segir ljóst að Ágúst Gylfason sé hættur og þá býst hann við að Kristján Hauksson fari aftur til Vals en hann var í láni hjá Fjölni í sumar. ,,Það er nokkrir leikmenn með lausa samninga en við munum fara að vinna í þessum málum á næstu dögum. Það er alveg ljóst að við þurfum að draga saman seglin eins og öll önnur félög en við stefnum á að mæta með gott lið til leiks á næstu leiktíð, betra ef eitthvað er,“ sagði formaðurinn. gummih@mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert