Færeyingar gerðu sér lítið fyrir og náðu jafntefli gegn Austurríkismönnum í undankeppni HM í knattspyrnu í dag. 1:1 urðu úrslitin en leikurinn fór fram á Þórsvelli í Þórhöfn.
Bogi Lokin kom Færeyingum yfir á 47. mínútu en Martin Stranzl afnaði metin fyrir Austurríkismenn tveimur mínútum síðar.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Færeyingar gera Austuríkismönnum skráveifu á knattspyrnuvellinum en fyrir 19 árum sigruðu Færeyingar lið Austuríkismanna, 1:0, í undankeppni EM en þálfari Færeyinga á þeim tíma var Íslendingurinn Páll Guðlaugsson.