Valur tapaði 2:3 gegn Bardolino

Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásta Árnadóttir verða í eldlínunni með …
Margrét Lára Viðarsdóttir og Ásta Árnadóttir verða í eldlínunni með Val í dag. hag / Haraldur Guðjónsson

Íslandsmeistararar Vals tapaði 3:2 gegn ítalska liðinu Bardolino í öðrum leik sínum í milliriðli Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu í Umeå í Svíþjóð. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði bæði mörk Vals en það er nánast öruggt að Valur verður ekki í einu af tveimur efstu sætum riðilsins og þar með eru möguleikarnir á að komast í 8-liða úrslit úr sögunni. Fylgst var með gangi mála á mbl.is.

90. mín. 2:3: Leiknum er lokið. Möguleikar Vals eru nánast úr sögunni þar sem að Umeå á að leika gegn Alma frá Kasakhstan síðar í dag og eru yfirgnæfandi líkur á því að Umeå fari með sigur af hólmi úr þeim leik. Ef það verður niðurstaðan þá mun Umeå fara í 8-liða úrslit ásamt ítalska liðinu. Á þriðjudag leikur Valur gegn  Alma frá Kasakhstan og er það lokaleikur Vals í keppninni.

81. mín. 2:3: Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt annað mark í leiknum og gefur Val möguleika á að ná jafntefli.

75. mín. 1:3:  Bardolinoskoraði eftir hornspyrnu og útlitið er því dökkt hjá Val. Aðeins jafntefli dugir til þess að liðið eigi möguleika á að komast áfram í 8-liða úrslitin.

70. mín. 1:2: Dóra María Lárusdóttir fékk fínt færi á 58. mínútu en skot hennar fór framhjá. Valur hefur sótt mun meira í síðari hálfleik og leikurinn er frekar harður. Valur hefur fengið 5 gul spjöld og leikmenn ítalska liðsins hafa safnað 4 gulum spjöldum, auk þess sem einn af starfsmönnum liðsins var rekinn úr varamannaskýlinu fyrir mótmæli.

50. mín. 1:2: Valsliðið byrjar síðari hálfleikinn af krafti. Margrét Lára fékk frábært færi á 50. mínútu en skotið hennar var slakt og markvörðurinn átti ekki í vandræðum með að verja. 

44. mín. 1:2: Margrét Lára Viðarsdóttir fékk boltann í vítateignum og ítalskur varnarmaður braut á henni. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu og Margrét skoraði af öryggi úr vítinu. Staðan er því 2:1 og fyrri hálfleik er lokið. 

35. mín.  0:2: Leikmenn Vals voru í sókn en misstu boltann og ítalska liðið sótti hratt. Framherji  Bardolino fékk stungusendingu inn fyrir vörn Vals og skoraði af öryggi.

25. mín 0:1: Valur hefur sótt meira að undanförnu og Málfríður Erla átti fínt færi á 20. mínútu þar sem hún skallaði að marki ítalska liðsins. Margrét Lára Viðarsdóttir fékk besta færi Vals fram til þess á 25. mínútu en markvörður Bardolino varði vel. 

10. mín 0:1: Bardolino skoraði mark strax á 2. mínútu og var það ekki sú byrjun sem Valsliðið hafði ætlað sér. Sif Atladóttir fékk gult spjald fyrir brot en Valsliðið hefur sótt í veðrið eftir markið. Málfríður Erna átti skalla að marki eftir innkast og björguðu leikmenn ítalska liðsins á línu.

Valur tapaði fyrir sænsku meisturunum í Umeå, 5:1, í fyrradag en Bardolino, sem fór alla leið í undanúrslit keppninnar í fyrra, hafði betur gegn Alma frá Kasakhstan, 2:1. Fjögur lið eru í þessum riðli og tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari Vals gerði eina breytingu á liðinu frá því gegn Umeå. Hallbera Gísladóttir kemur inn í liðið í stað Sif Rykær.

Byrjunarlið Vals í dag (4-5-1): Guðbjörg Gunnarsdóttir – Sif Atladóttir, Ásta Árnadóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Vanja Stefanovic – Sophie Mundy, Katrín Jónsdóttir, Dóra M. Lárusdóttir, Pála Marie Einarsdóttir, Hallbera Gísladóttir – Margrét Lára Viðarsdóttir.

Leikmenn Vals fagna marki.
Leikmenn Vals fagna marki. mbl.is/hag
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert