Spænska stórveldið Barcelona hefur í hyggju að festa kaup á liði í MLS deildinni bandarísku, í samvinnu við bólivíska athafnamanninn Marcelo Claure, sem fyrir á knattspyrnuliðið FC Bolivar, sem hefur verið í samstarfi við Barcelona á undanförnum árum. Hyggst félagið setja á laggirnar fjárfestingarfélag sem hefur það að markmiði að byggja upp lið og leikvang í Miami, en þar er ekkert MLS lið starfandi, síðan Miami Fusion og Tampa Bay Mutany voru lögð af árið 2001. Mun nýja liðið eiga að heita Miami Barcelona.