Barcelona að kaupa lið í MLS

Leikmenn Barcelona munu eignast systurlið í Bandaríkjunum á næstunni.
Leikmenn Barcelona munu eignast systurlið í Bandaríkjunum á næstunni. mbl.is

Spænska stórveldið Barcelona hefur í hyggju að festa kaup á liði í MLS deildinni bandarísku, í samvinnu við bólivíska athafnamanninn Marcelo Claure, sem fyrir á knattspyrnuliðið FC Bolivar, sem hefur verið í samstarfi við Barcelona á undanförnum árum. Hyggst félagið setja á laggirnar fjárfestingarfélag sem hefur það að markmiði að byggja upp lið og leikvang í Miami, en þar er ekkert MLS lið starfandi, síðan Miami Fusion og Tampa Bay Mutany voru lögð af árið 2001. Mun nýja liðið eiga að heita Miami Barcelona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert