Hótar liðsmönnum dauða ef þeir falla um deild

Horacio Usandizaga, forseti argentíska knattspyrnuliðsins Rosario Central,  verður seint sakaður um ástríðuskort í garð félags síns, því hann hefur hótað liðsmönnum þess dauða, falli þeir niður um deild.

Usandizaga, sem einnig er stjórnmálamaður, var festur á filmu í síðustu viku, hvar hann í reiðiskasti fyrir framan fjölmarga áhangendur, hafði uppi líflátshótanir í garð flestra sem á vegi hans urðu.  „Við munum komast úr þessari stöðu. Við munum drepa leikmennina, þjálfarateymið og alla aðra,“ sagði Usandizaga orðrétt.

Ræðan hefur valdið almennri hneykslan meðal almennings, sem og bæði knattspyrnuyfirvalda og hins opinbera, enda er sérstakt átak þar í gangi gegn ofbeldi í knattspyrnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka