Veigar tryggði 1:0 sigur á Makedónum

Íslensku leikmennirnir fagna marki Veigrs Páls.
Íslensku leikmennirnir fagna marki Veigrs Páls. mbl.is/Brynjar Gauti

Ísland vann Makedóníu 1:0 á Laugardalsvelli í kvöldmeð marki Veigars Páls Gunnarssonar í fyrri hálfleik. Ísland er nú jafnt Skotum í 9. riðli undankeppni HM með 4 stig. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is.

Norðmenn töpuðu 1:0 á heimavelli gegn Hollendingum og eru Norðmenn neðstir í riðlinum með 2 stig. Hollendingar hafa unnð alla þrjá leiki sína fram til þess en Mark Von Bommel skoraði sigurmarkið á 31. mínútu. 

Staðan í 9. riðli:

Holland 3 leikir 9 stig.
Skotland 3 leikir 4 stig.
Ísland 4 leikir 4 stig.
Makedónía 3 leikir 3 stig.
Noregur 3 leikir 2 stig.

Byrjunarliðið (4-5-1):

Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson - Grétar Rafn Steinsson, Indriði Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson og Kristján Örn Sigurðsson - Brynjar Björn Gunnarsson og Stefán Gíslason, Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Már Sævarsson, Emil Hallfreðsson - Veigar Páll Gunnarsson.

Varamenn: Árni Gautur Arason, Ragnar Sigurðsson, Theódór Elmar Bjarnason, Bjarni Ólafur Eiríksson, Pálmi Rafn Pálmason, Aron Einar Gunnarsson, Arnór Smárason.

Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans úr landsliði Íslands mæta …
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans úr landsliði Íslands mæta Makedóníu í dag. Ómar Óskarsson
Ísland kn. kk. 1:0 Makedónía opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við síðari hálfleikinn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka