Arnór og Ragnar skoruðu

Arnór Smárason
Arnór Smárason mbl.is/G. Rúnar

Arnór Smárason og Ragnar Sigurðsson skoruðu báðir fyrir lið sín í gær, Arnór tryggði Heerenveen jafntefli og Ragnar gerði eina markið í leik Kalmar og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni.

Ragnar skoraði mark Gautaborgar strax á 16. mínútu og tryggði liðinu þar með dýrmætan sigur á toppliðinu.

Arnór var á varamannabekk Heerenveen allt fram á 86. mínútu að honum var skipt inná. Hann skoraði síðan jöfnunarmarkið, 2:2, mínútu síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert