„Messi, Ronaldo og Kaka eiga heima hjá Real“

Ekki auðvelt að sjá Messi fyrir sér í búningi erkifjendanna …
Ekki auðvelt að sjá Messi fyrir sér í búningi erkifjendanna en það mátti segja það sama um Luis Figo á sínum tíma. Reuters

Óhætt er að leggja nafn Juan Villalonga á minnið. Kappinn vill verða næsti forseti Real Madrid og hefja liðið upp í hæðir á ný að hans sögn. Lofar hann leikmönnum á borð við Messi, Ronaldo og Kaká.

Villalonga virðist því ætla að afla sér stuðning með sömu aðferð og Florentino Perez gerði hér fyrir áratug eða svo en Perez var maðurinn að baki stjörnusöfnun liðsins þegar allar helstu stjörnur boltans voru í einu og sama félaginu.

Hætt er við að mörgum stuðningsmönnum liðsins, sem einnig eiga stóran hlut í félaginu, lítist vel á þær hugmyndir jafnvel þó að liðið sé enn að greiða niður skuldir eftir það skeið.

Villalonga er ekki að spara fyrirheitin. Hefur hann tiltekið að Leo Messi eigi heima hjá Real Madrid og nöfn Cristiano Ronaldo og Kaká eru einnig nefnd. „Kappar á borð við þessa eiga heima hjá Real Madrid og það yrði mér heiður að feta í fótspor Perez ef það þýðir að slíkir leikmenn verði fastamenn hjá félaginu. Það er jákvætt fyrir alla að svo verði.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert