Reynir til liðs við Val

Reynir í leik með Fram í sumar.
Reynir í leik með Fram í sumar. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Varnarmaðurinn Reynir Leósson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Valsmenn. Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals staðfesti þetta við fréttavef Morgunblaðsins nú rétt í þessu en Reynir gerði starfslokasamning við Fram í morgun og voru Valsmenn fljótir að tryggja sér þjónustu Reynis sem átti mjög góðu gengi að fagna með Frömurum í sumar.

Reynir, sem er 29 ára gamall og er uppalinn hjá ÍA, hefur spilað með Fram undanfarin tvö tímabil en hann kom til Safamýrarliðsins eftir eins árs dvöl hjá sænska liðinu Trelleborg. Hann var fyrirliði Fram bæði 2007 og 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert