Fyrsti heimaleikur Palestínu

Sepp Blatter forseti FIFA.
Sepp Blatter forseti FIFA. Reuters

Sepp Blatter, forseti FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins mun vera viðstaddur sögulegan vináttulandsleik Palestínu og Jórdaníu síðar í dag. Leikurinn fer fram á Vesturbakka-vellinum í Palestínu sem hefur verið breytt á þann hátt að hann uppfyllir nú allar kröfur FIFA. Er þetta fyrsti landsleikurinn í knattspyrnu sem leikinn er í Palestínu og því ansi sögulegur fyrir vikið.

„Það er mjög ánægjulegt að verða viðstaddur þennan leik og þessa sögulegu stund þegar palestínska knattspyrnusambandið getur loksins leikið sinn fyrsta heimaleik í sögunni í alþjóða knattspyrnu,“ sagði Sepp Blatter. Á meðan heimsókn forystumanna FIFA stendur í Palestínu hófst einnig mót í kvennaflokki í knattspyrnu sem opnað var með pompi og prakt af Sepp Blatter auk Mahmoud Abbas, forseta landsins og Salam Fayyad, forsætisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka