Ísland færðist skrefi nær EM

Ísland skoraði mark strax í fyrstu sókn.
Ísland skoraði mark strax í fyrstu sókn. mbl.is/Ómar

Ísland náði 1:1-jafntefli gegn Írlandi í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á EM sem fram fór í Dublin í dag. Það var Hólmfríður Magnúsdóttir sem kom Íslandi yfir strax á fyrstu mínútu leiksins en Stephanie Curtis jafnaði metin eftir um klukkutíma leik. Fylgst var með gangi mála í textalýsingu hér á mbl.is.

Þessi úrslit þýða að Ísland hefur yfirhöndina þegar flautað verður til leiks í seinni leiknum hér á Fróni næstkomandi fimmtudag. Hafi Ísland betur samanlagt úr báðum leikjunum eignast þjóðin fulltrúa á stórmóti í knattspyrnu í fyrsta skipti. Það er því full ástæða til að hvetja fólk til að mæta á völlinn á fimmtudag kl. 18:10.

Byrjunarlið Íslands:

(4-5-1) María B. Ágústsdóttir - Ásta Árnadóttir, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína G. Viðarsdóttir - Rakel Hönnudóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Edda Garðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir.

Byrjunarlið Írlands:

Emma Byrne - Alisha Moran, Meabh De Burca, Niamh Fahey, Yvonne Tracy, Sonya Hughes, Ciara Grant, Aine O'Gorman, Mary T. McDonnell, Michelle O'Brien, Stefanie Curtis.

Írland 1:1 Ísland opna loka
90. mín. Uppbótartími er a.m.k. þrjár mínútur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert