Veigar skoraði þrennu - Stabæk meistari

Veigar Páll í hasar gegn Makedónum.
Veigar Páll í hasar gegn Makedónum. Brynjar Gauti

Veigar Páll Gunnarsson fór á kostum í liði Stabæk í dag þegar liðið sigraði Vålerenga á heimavelli, 6:2, í næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Veigar skoraði tvö fyrstu mörkin í leiknum og hann fullkomnaði þrennuna með marki beint úr hornspyrnu.

Pálmi Rafn Pálmason kom inná sem varamaður fyrir Veigar þegar um 12 mínútur voru eftir af leiknum og Pálmi Rafn skoraði 5 mark leiksins skömmu síðar.

Stabæk hefur tryggt sér sigur í norsku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins en liðið er með 6 stiga forskot á Fredrikstad fyrir lokaumferðina. 

Ólafur Örn Bjarnason tryggði Brann 1:1-jafntefli gegn Tromsö á heimavelli en markið skoraði Ólafur úr víti.

Mörk Íslendingana má sjá á fréttavef Nettavisen.

Veigar Páll 1:0.

Veigar Páll 2:0.

Veigar Páll 4:0.

Pálmi Rafn 5:2

Ólafur Örn 1:1.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert