Ólafur Örn Bjarnason leikmaður norska knattspyrnuliðsins Brann var fyrir leikinn á móti Tromsö í gær útnefndur leikmaður ársins af stuðningsmönnum liðsins. Brann gerði 1:1 jafntefli við Tromsö í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu og skoraði Ólafur mark sinna manna úr vítaspyrnu.
Ólafur var í gær að spila sinn 111. deildarleik með liði Brann en hann kom til liðsins frá Grindavík fyrir fjórum árum.
,,Það er gaman að fá svona viðurkenningu og ég er stoltur af henni,“ sagði Ólafur í samtali við heimasíðu Brann eftir leikinn.
Eins og áður segir skoraði Ólafur mark Brann úr vítaspyrnu en Ólafur bauð Robbie Winters að taka spyrnuna þar sem hann var spila sinn síðasta heimaleik með liðinu en Winters hafnaði því boði. Ólafur skoraði af öryggi úr vítinu, sitt 13. mark fyrir Brann-liðið.