„Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hjá Val er það vissulega í boði,“ sagði miðjumaðurinn Ian David Jeffs eftir að kunngert var að hann hefði gert samning við Val en hann hefur leikið undanfarið ár með Fylki.
Sjónarsviptir er væntanlega að Jeffs fyrir Fylki og hann styrkir Val talsvert og eykur breidd liðsins til muna enda fjölhæfur leikmaður. Sjálfur vildi Jeffs fara og hlakkar til að leika undir stjórn Willum Þórs Þórssonar hjá Val.
„Hann er frábær þjálfari og veit hvað hann vill og ég vona að mér gefist færi að sýna honum mínar bestu hliðar. Ég lék undir getu með Fylki og fann mig illa og var óánægður með sjálfan mig. En nú fæ ég nýtt tækifæri og það ætla ég að nýta.“ albert@mbl.is